Laugardalsá / Ísl

Áin:

river-laugardalsa-pictures-1

Laugardalsá er nett laxveiðiá, sem á upptök sín í Laugarbólsvatni og fellur út í Ísafjarðardjúp. Hún er í raun 3 ár sem aðskiljast með Efstadalsvatni og Laugardalsvatni. Laugardalsá er veidd með 2-3 dagstöngum.

Frá Laugarbólsvatni að sjó eru 6 km bakkalengd og 18merktir veiðistaðir, og á göngutíma er hægt að rekast á lax í nokkrum ómerktum strengjum og holum. Þegar líður á eru Dagmálafljót og Blámýrarfljót helstu staðirninr og geta þessir hylir geymt ótrúlegt magn af laxi. Það er algengt að menn sitji fastir tímunum saman vitandi af þessu mikla magni og stöðugt líf.

 

Fiskurinn:skilti

Laxinn í Laugardalsá er að megninu til smálax, en lax sem verið hefur verið 2 ár í sjó er þó nokkuð í bland við smálaxinn. Síðastliðið sumar var stærsti laxinn 103cm. Laxinn í ánni er rennilegur, afar sprækur og ekki skemmir, tökuglaður.  Þó nokkuð af urriða er að veiðast í bland og er mikið af silung í vötnunum.

Í gegnum árin hefur Laugardalsá verið afgerandi besta laxveiðiá Vestfjarða. Áin er veidd með 2-3 dag stöngum og gefur yfirleitt milli 250-400 laxa á sumri, og í góðum árum hefur sumaraflinn oft verið mun meiri. Meðaltal síðustu 10 ára er 374 laxar og áin þá veidd í 75 daga.

 

river-laugardalsa-pictures-12

Veiðihús:

Gott eldhús með flestu sem til þarf, uppþvottavel og gas grill. Góð forstofa, stofa með leðursófa þar sem menn geta látið fara vel um sig, gott salerni, sturta og 3 tveggja manna herbergi.

Sængur og koddar eru á staðnum fyrir 6 manns, en rúmföt og handklæði koma gestir með sjálfir.

 •  Tímabil: 15 Júní – 15 September
 • Meðalþyngd: 5 pund
 • Aðgengi: Gott
 • Stangarfjöldi: Júní, 2 stangir- Julí  til 21 Ágúst 3 stangir – 21Ág til 15 Sept 2 stangir 
 • Frá Reykjavík: 345 kmRiver Laugardalsá Lodge

 

Búnaður og flugur:

 • Einhenda, 9ft”, flotlína 5-7

Vinsælar Flugur

 • Green Butt  #14-18,  micro cones
 • Black & Blue #14 – 18
 • Collie dog  #12 – 14
 • SunRay Shadow ( ½”-1″ )
 • Hitch túpur og  micro Hitch
 • Black & Red Frances #14-18
 •  Black & Red Frances micro cones  ¼ ” tubesriver-laugardalsa-pictures-19

 

 

 

 

Invalid Displayed Gallery