Fossá / ÍSL

Fossá Í Þjórsárdal er falleg lax og silungsveiðiá sem rennur í efri hluta Þjórsár.

Fossá er 122 km frá Reykjavík

Hjálparfoss, Laxveði, Fossá
Hjálparfoss

Frá Hjálparfossi að ármótum við Þjórsá er eitt samfellt veiðisvæði. Veitt er af báðum bökkum árinnar, þar skiptast á flottar breiður, djúpir hylir og fallegir strengir. Lax er oftast genginn um miðjan júlí og besti tíminn er ágúst mánuður fram í miðjan september. Vænir urriðar og fallegar bleikjur leynast víða. Í Fossá er oft sjóbirtingur á vorin og haustin.

Í Fossá er aðeins veitt á flugu og skal öllum fiski sleppt!

 

 

Silungasvæði, ofan Hjálparfoss að Háafossi.

Staðbundinn fisk, bæði urriða og bleikju er að finna ofan Hjálparfoss.fossa-salmon

Rauðá er lítil og viðkvæm hliðará sem fylgir efra svæðinu. Í Rauðá var fín bleikjuveiði, en ekki eru til skráningar um veiði síðustu ára. Landið er viðkvæmt fyrir allri umferð ökutækja og skal hafa þau í hæfilegri fjarlægð og ekki má keyra á grónu landi. Ágætis vegur er upp dalinn beggja vegna. Þar eru lygnar breiður oft mittisdjúpar með malar- eða hraunbotni á víxl og spennandi fluguveiðistöðum. Gróið mosavaxið hraun og móar eru á báðum bökkum og er eingöngu göngufært með ánni, þó er hægt að keyra að eða nálægt ánni á nokkrum stöðum. Hér er góð bleikju- og urriðavon, eingöngu er veitt á flugu og öllum fiski er sleppt. Hér eru veiðistaðir merktir en ekki er allt sem sýnist og hafa fengist fiskar víða á svæðinu.

 

 

Veiðitímabil:haifos sfossa

Lax: 15 júlí til 30 september

Silungur: 20 maí til 30 sept.

 

Verð á laxveiðileyfum fyrir 2014
15 júlí – 22 júlí kr: 20.000.-
22 júlí – 15 sept kr: 28.000.-
16 sept – 30 sept kr. 25.000.-
A.T.H. Ekkert veiðihús er við ána.

Upplýsingar:

helgi@fishingiceland.com

jonnikb@gmail.com

gummiatli@gmail.com